Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður ítarlega sagt frá hlaupi í Skaftá, sem nú er hafið. Rætt verður við Kristínu Elísu Guðmundsdóttur náttúruvársérfræðing, sem greinir almennt frá hlaupum í ánni og hverjar hætturnar geti mögulega verið.

Einnig verður rætt við Björn Inga Jónsson, verkefnastjóra almannavarna á Suðurlandi, sem biðlar til fólks að halda sig alfarið fjarri svæðinu. Vegalokanir hafi þó ekki enn komið til framkvæmda. 

Fjallað verður um hugsanlega vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, en þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við slíka tillögu komi hún fram. 

Þá heyrum við af gangi mála á ríkisstjórnarfundi í morgun, en Bjarki Sigurðsson fréttamaður fylgdist með. 

Formaður BHM verður í viðtali, sem telur mikilvægt að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri fari fram með faglegum hætti og sé studd með málefnalegum rökum. Berghildur Erla fréttamaður verður stödd á kynningu á verkefni Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem nefnt hefur verið Auðlindin okkar. 

Skýrsla um sjálfbæra og hagkvæma nýtingu sjávarauðlinda verður þar kynnt, en á henni verður byggt nýtt frumvarp til nýrra heildarlaga um nýtingu og stjórnun í sjávarútvegi. 

Þá er ítarlegur íþróttapakki í hádegisfréttum þar sem meðal annars er sagt frá þeim stóru tíðindum sem bárust í gær að Knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson hefðu komist að samkomulagi um að benda enda á samstarf sitt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×